Knattspyrna | 9. nóvember 2004
KOLAPORTSTEMMNING
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ákveðið að vera með Kolaportsstemmningu í 88 húsinu a.m.k. þrjá laugardaga í desember. Þar verður á boðstólum margskonar varningur og er Knattspyrnudeildin tilbúinn að taka við nær öllu því sem fólk vill losna við í jólahreingerningunum. Má þar nefna myndir, bækur, vídeóspólur, allslags smáhluti, borð, stóla og allt hvað heita hefur og gagnast einhverjum. "Betra er að gefa en henda" segir máltæki deildarinnar. Við erum tilbúnir að sækja heim til fólks og eina sem þarf að gera er að hringja í Ásmund í síma 894-3900 og þá mælum við okkur mót og björgum málunum með bros á vör. Við erum að vonast eftir því að félagasamtök og deildir Keflavíkur vilji vera með okkur til að mynda góða stemmingu og lífga enn frekar upp á jólatraffíkina í Reykjanesbæ. Þeir sem vilja vera með sölubás þurfa að greiða 5000 krónur fyrir daginn, en því verður varið í auglýsingar og til að fá listafólk í heimsókn og skemmta gestum í portinu. Þegar hefur okkur borist nokkuð af bókum, eldhúsbúnaði og a.m.k. ein búslóð með öllu verður til sölu í Portinu. Þá ætlum við að bjóða upp á kaffi og pönnukökur svo eithvað sé nefnt. Þeir sem hafa áhuga á að vera með vinsamlegast hafið samband við Ásmund hjá Knattspyrnudeild í síma 894-3900. ási