Fréttir

Knattspyrna | 12. maí 2004

Komlenic farinn heim

Markvörðurinn Sasa Komlenic sem var til reynslu hjá Keflavík á dögunum er farinn af landi brott og ætlar ekki að gera frekari tilraunir til að komast að hjá íslensku liði.  Komlenic kom til liðs við Keflavíkurliðið á æfingarferðinní í Danmörku og kom síðan með liðinu heim.  Ákveðið var að semja ekki við kappann og hafði hann einhvern hug á því að reyna að komast að hjá öðru liði hér á landi en er nú farinn til síns heima.