Komnir á klakann og leikur á sunnudag
Keflavíkurliðið kom heim frá Portúgal í gær eftir mjög vel heppnaða æfingaferð til Portúgal. Leikmenn fá frí í dag en á laugardagsmorguninn er æfing kl. 10:00 á Garðskagavelli. Á sunnudag er svo leikur við Víking R. á Garðskagavelli og hefst hann kl. 11:00. Það er auðvitað tilvalið að fá sér sunnudagsbíltúr út í Garð og horfa á leikinn. Það verður líka gaman að sjá piltana takast á við íslenskt sumarverður eftir dvöl á suðrænum slóðum.
Keflavíkurliðið í Portúgal.
(Mynd: Jón Örvar)