Knattspyrna | 1. maí 2003
Komnir í undarúrslit deildarbikarsins
Keflavík komst í dag í undarúrslit deildarbikarkeppninnar með 3-1 sigri í Fylki. Leikið var á grasvellinum við Iðavelli; völlurinn var góður en kuldi og rok settu svip sinn á leikinn. Hörður Sveinsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hafsteinn Rúnarsson skoruðu mörkin en mark Fylkismanna kom úr vítaspyrnu. Keflavík leikur við Grindavík eða Fram í undarúrslitunum en þau leika síðar í dag.