Fréttir

Knattspyrna | 5. maí 2003

Komnir í úrslitaleikinn

Keflavík komst í gær í úrslit deildarbikarkeppni KSÍ með því að sigra Grindavík í Egilshöll.  Lokatölur urðu 3-1.  Þórarinn Kristjánsson kom okkar strákum yfir en það var enginn annar en Lee Sharpe sem jafnaði fyrir Grindavík.  Magnús Þorsteinsson tryggði svo Keflavík sæti í úrslitaleiknum með tveimur mörkum.

Í úrslitaleiknum leika Keflavík og ÍA en Skagamenn sigruðu KR 4-1 í hinum undanúrslitaleiknum.  Úrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll á föstudaginn.