Fréttir

Knattspyrna | 15. mars 2009

Komnir með þátttökuleyfi

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að leyfisráð KSÍ hefur veitt Keflavík þátttökuleyfi í efstu deild karla.  Í frétt á vef KSÍ kemur fram að ráðið tók fyrir umsóknir 24 félaga í úrvalsdeild og 1. deild og veitti 16 félögum leyfi að þessu sinni.  Félögin sem fengu leyfi eru FH, Fjölnir, Fram, Fylkir, Grindavík, Keflavík, Valur, Þróttur R., Afturelding, Fjarðabyggð, ÍA, ÍR, Leiknir R., Selfoss, Víkingur Ól. og Þór.  Þau félög sem fengu vikufrest til að ganga frá sínum málum eru Breiðablik, ÍBV, KR, Stjarnan, HK, KA, Víkingur R. og Haukar.  Okkur ætti þá ekki að vera neitt að vanbúnaði að takast á við keppni sumarsins af fullum krafti.