Knattspyrna | 11. júlí 2003
KÖNNUN - Tóti bestur í júní
Samkvæmt könnuninni sem staðið hefur yfir á síðunni undanfarna daga var
Þórarinn Kristjánsson besti leikmaður Keflavíkurliðsins í júnímánuði. Óhætt er að segja að júní hafi verið góður mánuður hjá liðinu í heild; 4 deildarleikir og 1 bikarleikur unnust allir og markatalan samtals 20-1. Þórarinn átti ekki lítinn hlut í þessum árangri, hann skoraði 3 mörk í deildinni, setti þrennu í bikarleiknum á Króknum og var að leika prýðisvel þar fyrir utan. Þórarinn fékk 35% atkvæða í könnuninni, Kristján Jóhannsson fékk 27%, Adolf Sveinsson 11% en aðrir minna. Alls greiddu 486 atkvæði að þessu sinni. Við þökkum þeim sem höfðu fyrir því að taka þátt og setjum inn nýja könnun næstu daga.