KÖNNUN: 1., 4., 6., 5....
Í nýjustu könnuninni á síðunni spurðum við í hvaða sæti Keflavík myndi lenda í Landsbankadeildinni í sumar. Greinilegt er að stuðningsmenn eru bjartsýnir fyrir sumarið því af þeim 164 sem tóku þátt spá 23% að liðið endi í efsta sætinu. Þar á eftir komu sæti nr. 4, 6 og 7. Niðurstaðan varð annars þessi:
1. sæti |
23% |
2. sæti |
5% |
3. sæti |
9% |
4. sæti |
17% |
5. sæti |
11% |
6. sæti |
15% |
7. sæti |
7% |
8. sæti |
3% |
9. sæti |
4% |
10. sæti |
5% |
Við þökkum öllum sem tóku þátt og næst viljum við vita hvernig þið spáið leiknum á sunnudaginn þegar við mætum KA á Akureyri í fyrsta leik Landsbankadeildarinnar í sumar.