Fréttir

Knattspyrna | 25. september 2004

KÖNNUN: FH og Keflavík í úrslit?

Þessa vikuna höfum við spurt hvaða lið lesendur síðunnar telji að komist í úrslitaleik VISA-bikarsins.  Alls tóku 168 manns þátt að þessu sinni og töldu flestir að FH og Keflavík leiki til úrslita.  Það er svo sem eðlileg niðurstaða miðað við stöðu liðanna fjögurra í deildarkeppninni í sumar.  Það má þó ekki gleyma því að allt getur gerst í bikarnum.  Niðurstöðurnar voru annars þessar:

FH og Keflavík 67%
HK og FH 19%
Keflavík og KA 11%
KA og HK 3%

Sé miðað við liðin telja eðlilega flestir að Íslandsmeistarar FH eiga greiðasta leið í úrslit en fæstir hafa trú á KA sem féll úr Landsbankadeildinni.

FH 86%
Keflavík 78%
HK 22%
KA 14%