Fréttir

Knattspyrna | 1. október 2004

KÖNNUN: Flestir spá Keflavík sigri!

Í könnun heimasíðunnar höfum við síðustu daga spurt um úrslit bikarleiksins gegn KA.  Það þarf ekki að koma á óvart að flestir spá því að Keflavík sigri í venjulegum leiktíma enda hefur fólk að sjálfsögðu trú á sínum mönnum.  Svo er bara að fjölmenna á leikinn og styðja strákana til að láta spána rætast!  Alls tólu 120 þátt að þessu sinni og þökkum við þeim kærlega fyrir.  Við setjum svo nýja spá inn eftir helgi og ekki er ólíklegt að hún tengist eitthvað leiknum.  Niðurstöður könnunarinnar urðu annars þessar:

Keflavík vinnur leikinn

64%

Keflavík vinnur í framlengingu

16%

Keflavík vinnur í vítaspyrnukeppni

2%

KA vinnur leikinn

14%

KA vinnur í framlengingu

2%

KA vinnur í vítaspyrnukeppni

1%