Fréttir

Knattspyrna | 7. maí 2004

KÖNNUN: Flestir spáðu Keflavík sigri!

Í könnun sem staðið hefur yfir á heimasíðunni undanfarna daga var spurt hvaða lið myndi sigra í Landsbankadeildinni í sumar.  Rúmlega helmingur þátttakenda spáði Keflavík sigri en lesendur síðunnar eru kannski ekki alveg hlutlausir.  Alls tóku 117 þátt og þökkum við þeim fyrir þeirra framlag.  Niðurstöður könnunarinnar urðu annars þessar:

Keflavík 53%
KR 16% 
ÍA 9%
Fylkir 7%
FH 6% 
Víkingur 4%
Grindavík 3% 
Fram  2% 
ÍBV 1%
KA 0%

Til að skoða þetta betur spyrjum við næst í hvaða sæti fólk heldur að Keflavík verði í deildinni í sumar.