Fréttir

Knattspyrna | 17. júní 2004

KÖNNUN: Fólk hefur trú á stelpunum

Kvennalið Keflavíkur er á miklum skriði í 1. deildinni og trónir í efsta sæti síns riðils.  Liðið hefur verið að fá mikinn liðsstyrk að undanförnu og er greinilega til alls líklegt.  Undanfarna daga höfum við spurt um gengi liðsins í könnun síðunnar, þ.e. hvort liðinu muni takast að komast upp úr 1. deildinni í ár.  Greinilegt er að stuðningsmenn liðsins hafa trú á stúlkunum því af þeim 121 sem tók þátt telja 79% að liðið muni komast upp í efstu deild en 21% telja hins vegar að það takist ekki.


Hart barist í leik Keflavíkur og HK/Víkings.
(Mynd: Hilmar Bragi /
Víkurfréttir)