Fréttir

Knattspyrna | 16. júní 2003

KÖNNUN: Guðjón bestur í maí

Guðjón Árni Antoníusson var valinn besti leikmaður Keflavíkurliðsins í maí í könnun sem staðið hefur yfir á heimasíðunni undanfarna viku.  Alls tóku 386 þátt og þökkum við þeim kærlega fyrir.  Guðjón fékk 29% atkvæða, næstur kom Þórarinn Kristjánsson með 27% og þriðji varð Adolf Sveinsson með 13% atkvæða.

Guðjón er vel að valinu kominn, hann hefur leikið mjög vel í stöðu hægri bakvarðar í upphafi móts en Guðjón hefur venjulega leikið á miðjunni.  Guðjón er aðeins 19 ára gamall og tók sín fyrstu skref með meistaraflokki síðasta sumar og lék þá tvo leiki í Símadeildinni og einn bikarleik. 

Við óskum Guðjóni til hamingju með útnefninguna og það er aldrei að vita nema við finnum einhver verðlaun handa honum en hann hefur a.m.k. þegar fengið klapp á bakið frá stuðningsmönnum liðsins.