Fréttir

Knattspyrna | 25. júní 2004

KÖNNUN: Hve margir fylgjast með yngri flokkunum?

Á dögunum spurðum við lesendur síðunnar hve margir hefðu farið á leik hjá yngri flokkum Keflavíkur í sumar.  Alls tóku 112 þátt í könnuninni og höfðu 2/3 þeirra farið á leik hjá yngri flokkunum.  Alls sögðust 63% hafa farið á leik, 29% sögðust ekki hafa séð leik en 8% höfðu ekki sótt leik hjá yngri flokkunum en voru á leiðinni.  Þetta er ágæt niðurstaða og ástæða til að hvetja fólk til að fylgjast með leikjum unga knattspyrnufólksins.  Þar má sjá leikgleði og baráttu sem hinir eldri mættu taka sér til fyrirmyndar.