Fréttir

Knattspyrna | 28. júní 2004

KÖNNUN: Hver var bestur gegn ÍA?

Undanfarna daga höfum við spurt hver hafi verið maður leiksins í deildarleiknum gegn ÍA og tóku 112 manns þátt í valinu og þökkum við þeim fyrir þátttökuna.  Að þessu sinni náði enginn leikmaður afgerandi forystu í valinu enda liðið sem heild að leika fremur illa í leiknum.  Að lokum var það Ingvi Rafn Guðmundsson sem fékk flest atkvæði eða 12%.  Næstur kom Magnús Þorsteinsson með 11% og þeir Haraldur Guuðmundsson og Scott Ramsay fengu 10% atkvæða hvor.

Í næstu könnun förum við aðeins út fyrir Keflavík og spyrjum hvaða lið standi uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni landsliða sem nú stendur yfir í Portúgal.