KÖNNUN: Langflestir vilja Janko áfram
Það er ljóst að lesendur heimasíðunnar vilja sjá Milan Stefán Jankovic áfram sem þjálfarar Keflavíkur. Í könnun síðunnar tóku 140 þátt í könnun um hvern þeir vildu sjá sem næsta þjálfara liðsins. Alls vildu 90% hafa Janko áfram, 9% vildu annan, íslenskan þjálfara en aðeins 1% þeirra sem svöruðu vildu leita út fyrir landsteinana að nýjum þjálfara fyrir liðið. Við þökkum þeim sem tóku þátt og nú er bara að sjá hvað gerist í þjálfaramálunum.
Janko fær flugferð eftir bikarúrslitaleikinn. (Mynd: Jón Örvar Arason)