Fréttir

Knattspyrna | 11. júní 2004

KÖNNUN: Langflestir völdu Óla mann leiksins!

Ólafur Gottskálksson var valinn besti leikmaður liðsins gegn Víkingi í könnun sem staðið hefur yfir á síðunni í vikunni.  Alls tóku 112 þátt og völdu 46% þeirra Óla mann leiksins og er hann svo sannarlega vel að því kominn.  Næstur komu Þórarinn Kristjánsson með 12%, Haraldur Guðmundsson með 9% og aðrir með minna.  Við þökkum öllum sem tóku þátt að þessu sinni og spyrjum næst um gengi kvennaliðsins í sumar.