KÖNNUN: Stefán bestur gegn KR
Lesendur heimasíðunnar völdu Stefán Gíslason mann leiksins í leiknum gegn KR í könnun sem hefur staðið yfir á síðunni um helgina. Alls greiddu 194 atkvæði og þökkum við þeim kærlega fyrir. Stefán fékk 42% atkvæða og var langhæstur en næstur kom Sreten með 10% í sínum fyrsta heimaleik með Keflavík. Þar á eftir komu þeir Hólmar og Hörður með 8% atkvæðanna hvor. Allir leikmenn fengu atkvæði og það er athyglisvert að fæstir völdu Ólaf markvörð og segir það sitt um frammistöðu Keflavíkurliðsins í leiknum að fæstir tóku eftir markmanninum sem hafði enda lítið að gera.
Eins og áður sagði þökkum við þeim óvenjumörgu sem tóku þátt í þessari könnun og næstu spyrjum við um leikinn gegn FH næsta fimmtudag; hvernig heldur fólk að hann fari?