KÖNNUN: Tóti bestur gegn Fylki
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um niðurstöðu könnunar okkar um besta leikmanninn í leiknum gegn Fylki. Þórarinn Kristjánsson fékk 61% atkvæða en alls tóku 160 þátt og þökkum við þeim fyrir. Þórarinn er vel að valinu kominn en hann átti sannkallaðan stórleik; fiskaði víti og skoraði úr því, skoraði annað mark af miklu harðfylgi og lagði upp eitt. Næstir í kjörinu voru Guðjón Antoníusson með 14% atkvæða, Jónas Guðni Sævarsson fékk 7% en aðrir minna.
Þórarinn fagnar marki fyrr í sumar.
(Mynd: Héðinn Eiríksson / Víkurfréttir)