KÖNNUN: Tóti var maður leiksins
Þórarinn Kristjánsson var maður bikarúrslitaleiksins samkvæmt könnun á heimasíðunni. Hann fékk stuðning 31% þeirra sem greiddu atkvæði en þeir voru alls 261 sem er metþátttaka. Þórarinn er vel að valinu kominn, hann átti stórleik í framlínunni, skoraði tvö mörk og var óheppinn að skora ekki fleiri. Næstur kom Jónas Guðni Sævarsson með 21% atkvæða en Jónas átti stórleik á miðjunni á laugardaginn og áttu KA-menn lítil svör við stráknum. Næstir komu svo Hólmar Örn Rúnarsson með 14% og Scott Ramsay með 10% en þeir félagar áttu báðir fínan leik og áttu stóran þátt í tveimur fyrstu mörkunum. Aðrir fengu minna en allir sem komu við sögu í leiknum fengu a.m.k. eitt atkvæði þannig að það er ljóst að mömmur leikmanna eru fastagestir á heimasíðunni. Við þökkum þeim og öllum öðrum sem tóku þátt í könnuninni að þessu sinni.
Þórarinn fagnar fyrra marki sínu gegn KA.
(Mynd: Jón Örvar Arason)