Fréttir

Knattspyrna | 21. júlí 2003

KÖNNUN: Víkingar sterkastir

Meirihluti þeirra sem tóku þátt í nýafstaðinni könnun á síðunni töldu Víking vera besta liðið sem við lékum gegn í fyrri umferð 1. deildarinnar.  Alls tóku 87 þátt og þökkum við þeim fyrir þeirra framlag.  Víkingarnir fengu 57% atkvæðanna, næstir komu Þórsarar með 22% og síðan komu Njarðvíkingar með 10% atkvæða.  Önnur lið höfðu minna fylgi.  Þessi niðurstaða þarf ekki að koma á óvart; Víkingur og Þór voru einu liðin sem tóku stig af Keflavík í fyrri hluta mótsins og flestir muna eftir hörkuleiknum gegn Njarðvík á dögunum.