Kotilainen og Jörgensen skrifa undir
Svíinn Marco Kotilainen og Nicolai Jörgensen frá Danmörku hafa báðir skrifað undir samning við Keflavík. Þeir félagar skrifuðu undir eins árs samning og leika því með Keflavíkurliðinu á komandi keppnistímabili. Þeir hafa æft og leikið með liðinu að undanförnu og var ákveðið semja við þá enda orðið ljóst að þeir myndu styrkja liðið verulega. Kotilainen, sem er tvítugur, hefur leikið á hægri kantinum eða inni á miðjunni. Hann hóf feril sinn hjá Gunnilse SE en lék með B-liði Real Betis í vetur. Jörgensen er 27 ára og leikur vinstra megin, ýmist sem bakvörður eða kantmaður. Hann hóf ferilinn hjá Vejle BK en hefur síðan leikið með FC Midtjylland og FC Fredericia. Við bjóðum þá Marco og Nicolai velkomna í hópinn.
Myndir: Jón Örvar Arason
Nicolai, Rúnar formaður og Marco ganga frá samningunum.
Nicolai Jörgensen og Marco Kotilainen.
Kristján þjálfari býður nýju mennina velkomna.