Fréttir

Knattspyrna | 6. ágúst 2010

KR-leikurinn hjá Sportmönnum

Sælir Sportmenn,

Þá er komið að næsta leik okkar manna og á sunnudaginn kl. 19:15 mætum við KR.  Það hafa alltaf verið hörkuleikir þegar þessi lið mætast og ljóst að svo verður einnig á sunnudaginn.  KR-ingar hafa verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum og mæta örugglega dýrvitlausir og fullir sjálfstraust til leiks.  Okkar strákar unnu síðasta leik og fengu þrjú kærkomin stig sem munu örugglega ýta við mönnum. Það er því mikilvægt að við mætum og hvetjum strákana enda mjög mikilvægur leikur hér á ferð.  Og svo má ekki gleyma því að það eru ekki nema 6 stig í toppinn.

Dagskráin verður með svipuðu móti og áður og mun Willum fara yfir leikinn.  Húsið opnar kl. 18:00 en við hittumst á okkar stað í Íþróttavallarhúsinu við Hringbraut.

ÁFRAM KEFLAVÍK

Kveðja,
Sportmenn