Fréttir

Knattspyrna | 18. ágúst 2011

Krissi Geirs með 9 mörk gegn Gróttu

Eldri flokkur Keflavíkur (40+) lék gegn Gróttu á Íslandsmótinu í gær, miðvikudag. Leikið var á Iðavöllum 7 og var þetta fyrsti leikur Keflavíkur eftir nokkurra vikna sumarfrí. Drengirnir úr Keflavík komu vel undan fríinu og fóru mjög illa með lið Gróttu og gjörsigruðu þá 20 - 4, eftir að hafa leitt 7 - 3 í hálfleik!  Það var lengstum boðið upp á sannkallaðan samba-bolta, þar sem Zoran Daníel fór fremstur í flokki í samba-töktunum en Kristján Geirsson var iðnastur að koma tuðrunni í netið.

Markaskorarar Keflavíkur:
Kristján Geirsson, 9 mörk
Haukur Benediktsson, 3 mörk
Zoran Daníel Ljubicic, 3 mörk
Gunnar Oddsson, 2 mörk
Jóhann B. Magnússon, 1 mark
Ragnar Steinarsson, 1 mark
Gunnar Magnús Jónsson, 1 mark

Leikskýrsla

Staðan í riðlinum


Kristján Geirsson var í miklu stuði og setti 9 mörk, hvert öðru glæsilegra.

 


Lið Keflavíkur að leik loknum:
Eftri röð frá vinstri: Gunnar Magnús Jónsson, Jóhann B. Magnússon, Kristján Geirsson og Zoran Daníel Ljubicic.
Neðri röð frá vinstri: Gunnar Oddsson, Haukur Benediktsson, Ólafur Þór Gylfason og Ragnar Steinarsson.