Kristinn í Keflavík
Kristinn Björnsson hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur Keflvíkinga frá Njarðvík. Kristinn er fæddur 1987 og gerir 3ja ára samning við félagið. Hann hefur allan sinn feril spilað með Njarðvík og var fyrirliði liðsins í sumar. Kristinn hefur spilað yfir 150 leiki í deild, bikar og deildarbikar.
Kristinn er öflugur leikmaður sem getur spilað flestar stöður og mun styrkja okkar lið mikið. Það er ánægjulegt að hafa fengið þennan sterka leikmann til okkar og við bjóðum hann velkominn í hópinn.
Myndir: Jón Örvar.
Kristinn kominn í Keflavíkurbúninginn.
Þorsteinn formaður og Kristinn skrifa undir samninginn.