Fréttir

Knattspyrna | 12. október 2005

Kristinn og Elis hjá Mainz 05

Þjálfararnir Kristinn Guðbrandsson og Elis Kristjánsson eru staddir í heimsókn hjá Mainz 05 í Þýskalandi þessa dagana.  Þeir eru þar í boði þýska félagsins sem lék við Keflavík í annari umferð UEFA-keppninnar í sumar.  Þeir félagar eru að kynna sér þjálfun hjá Mainz 05 og hafa verið á æfingum hjá flestum flokkum félagsins.  Í dag miðvikudag fara þeir á æfingu hjá aðalliði Mainz 05 en síðdegis fara þeir með varaliðinu í leik.  Þegar talað var við þá kumpána í morgun voru þeir staddir í höfuðstöðvum félagsins en þeim hefur verið tekið með kostum af þessum góðu vinum okkar Keflvíkinga.  Þeim hlýnaði um hjartaræturnar félögunum þegar þeir sáu stóra mynd af Keflavíkurliðinu uppi á vegg í skrifstofu formanns Mainz 05.

Heimsókn þeirra félaga lýkur formlega nk. laugardag en þá verður þeim boðið á leik Mainz 05 gegn Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni.  ási