Kristinn Guðbrandsson hefur tekið við þjálfun 2. flokks karla en Keflavík og Njarðvík senda nú sameiginlegt lið til keppni í þessum aldursflokki. Það þarf ekki að kynna Kristin fyrir stuðningsmönnum; hann var um árabil lykilmaður í vörn Keflavíkurliðsins og lék 115 leiki fyrir liðið í efstu deild. Síðasta sumar var hann þjálfari og leikmaður hjá Víði í Garði. Við bjóðum Kristin velkominn til starfa og óskum honum góðs gengis í nýja starfinu.