Kristján áfram með Keflavík
Verið er að ganga frá því að Kristján Guðmundsson verður áfram þjálfari Keflavíkur næsta sumar. Þetta eru ánægjulegar fréttir enda náði liðið góðum árangri undir stjórn Kristjáns í sumar og leikmenn og stjórn voru ánægð með samstarfið við þjálfara sinn. Kristján sjálfur sýndi mikinn áhuga á að þjálfa Keflavíkurliðið áfram og lýsti ánægju sinni með leikmannahópinn, umgjörðina og stemmninguna í liðinu.
Kristján fagnar sigri á KR-vellinum í sumar.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)