Fréttir

Kristján áfram með Keflavík
Knattspyrna | 3. október 2013

Kristján áfram með Keflavík

Kristján Guðmundsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá Keflavík og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.  Kristján var fyrsti og eini kostur stjórnar Knattspyrnudeildar sem næsti þjálfari liðsins.  Ekki er búið að ráða aðstoðarþjálfara.

Kristján tók við þjálfun Keflavikurliðsins rétt fyrir upphaf keppnistímabilsins 2006 og stýrði liðinu næstu fimm árin.  Keflavík varð bikarmeistari undir hans stjórn árið 2006.  Kristján er sá þjálfari sem hefur stýrt Keflavík í flestum keppnisleikjum en liðið hefur leikið 113 leiki í efstu deild undir hans stjórn, 15 bikarleiki og 12 leiki í Evrópukeppnum eða alls 140 leiki.

Kristján þjálfarið síðan HB í Færeyjum og Val en tók aftur við Keflavíkurliðinu um mitt sumar.  Liðið endaði í 9. sæti deildarinnar undir hans stjórn.