Fréttir

Knattspyrna | 3. október 2007

Kristján framlengir

Kristján Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík um tvö ár og verður því áfram þjálfari meistaraflokks karla.  Kristján hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú tímabil og hefur verið mikil ánægja með störf hans sem skiluðu m.a. bikarmeistaratitli á síðasta ári.  Það er því ljóst að undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil getur hafist strax undir stjórn Kristjáns.