Fréttir

Knattspyrna | 25. janúar 2005

Kristján Guðmundsson aðstoðar Guðjón

Kristján Guðmundsson verður aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar með Keflavík.  Kristján er reyndur þjáfari og náði til að mynda mjög góðum árangri með Þór frá Akureyri.  Kristján býr yfir mikilli þekkingu og reynslu er varðar þrekmælingar og tölvuvinnslu á fjölmörgum þáttum þjálfunnar og leikskipulags sem Guðjón Þórðarson lagði áherslu á að Keflavík gæti nýtt sér.  Knattspyrnudeild Keflavíkur býður Kristján velkominn til starfa og væntir mikils af samstarfi hans og Guðjóns.

 
Kristján og Rúnar formaður undirrita samninginn.
(Mynd: Jón Örvar Arason)