Kristján með leikjamet
Leikurinn gegn Grindavík í miðvikudag var 123. opinberi leikur Keflavíkur í þjálfaratíð Kristjáns Guðmundssonar og er það félagsmet. Fyrir hafði Kjartan Másson þjálfað Keflavíkurliðið í 122 leikjum og næstir koma þeir Hólmbert Friðjónsson með 99 leiki og Guðni Kjartansson með 90. Inn í þessum tölum eru aðeins leikir í Íslandsmóti, bikarkeppni og Evrópukeppnum enda er erfitt að henda reiður á öllum þeim æfingaleikjum og aukakeppnum sem liðið hefur tekið þátt í gegnum árin. Við teljum líka alla opinbera leiki sem Keflavík hefur leikið meðan hver þjálfari var við stjórnvölinn og drögum ekki frá einstaka leiki sem þjálfarar hafa ekki stjórnað liðinu vegna leikbanna eða annarra forfalla.
Í leikjunum 123 sem Keflavík hefur leikið undir stjórn Kristjáns hefur liðið unnið 54 leiki, gert 33 jafntefli og tapað 35 leikjum sem gerir 57% árangur. Markatalan í leikjunum er svo 222-188. Keflavíkurliðið hefur náð ágætum árangri undir stjórn Kristjáns og var auðvitað nálægt því að landa Íslandsmeistaratitlinum á síðasta ári. Liðið varð bikarmeistari árið 2006 og komst áfram í Evrópukeppninni árin 2005 og 2006.
Grindavíkurleikurinn var 96. leikur Kristjáns með Keflavík í efstu deild og er það einnig met. Næstir koma Hólmbert Friðjónsson með 85 leiki og Kjartan Másson með 64. Kristján hefur einnig verið með Keflavík í flestum Evrópuleikjum eða 12 en næstir koma fjölmargir þjálfarar með 4 leiki. Kjartan Másson á flesta bikarleiki að baki með Keflavík eða 18 en Kristján kemur þar á eftir með 15 leiki. Næstir eru svo Guðni Kjartansson með 13 leiki og Hólmbert Friðjónsson með 12.
Hér er svo yfirlit yfir feril Kristjáns með Keflavík.
|
|
Úrvalsdeild |
|
Bikarkeppni |
|
Evrópukeppni |
|
Samtals | |||||||||
Ár |
|
Leikir |
U-J-T |
Mörk |
|
Leikir |
U-J-T |
Mörk |
|
Leikir |
U-J-T |
Mörk |
|
Leikir |
U-J-T |
Mörk |
% |
2005 |
|
18 |
7-6-5 |
28-31 |
|
2 |
1-0-1 |
4-4 |
|
4 |
2-0-2 |
6-4 |
|
24 |
10-6-8 |
38-39 |
54% |
2006 |
|
18 |
6-6-6 |
30-20 |
|
4 |
4-0-0 |
13-3 |
|
4 |
1-2-1 |
7-7 |
|
26 |
11-8-7 |
50-30 |
58% |
2007 |
|
18 |
5-6-7 |
26-32 |
|
2 |
1-0-1 |
2-3 |
|
2 |
1-0-1 |
4-4 |
|
22 |
7-6-9 |
32-39 |
48% |
2008 |
|
22 |
14-4-4 |
54-31 |
|
3 |
2-0-1 |
7-5 |
|
|
|
|
|
25 |
16-4-5 |
61-36 |
72% |
2009 |
|
20 |
7-8-5 |
30-34 |
|
4 |
3-0-1 |
9-5 |
|
4 |
0-1-1 |
2-5 |
|
26 |
10-9-7 |
41-44 |
63% |
Alls |
|
96 |
39-30-27 |
168-148 |
|
15 |
11-0-4 |
35-20 |
|
12 |
4-3-5 |
19-20 |
|
123 |
54-33-36 |
222-188 |
57% |
Kristján baðar sig í sviðsljósi fjölmiðlanna.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)