Fréttir

Kristján og Máni hættir
Knattspyrna | 5. júní 2015

Kristján og Máni hættir

Eins og fram hefur komið eru Kristján Guðmundsson og Þorkell Máni Pétursson hættir hjá Keflavík.  Knattspyrnudeild vill koma á framfæri þökkum til þeirra félaga fyrir störf þeirra fyrir félagið og gott samstarf undanfarin ár.

Það þarf ekki að taka fram að Kristján hefur átt stóran hlut í Keflavíkurliðinu undanfarin tíu ár.  Hann þjálfaði liðið á árunum 2005 til 2009 og gerði Keflavík að bikarmeisturum árið 2006.  Kristján tók svo aftur við liðinu um mitt sumar árið 2013.  Alls hefur Kristján stjórnað Keflavík í 141 leik í efstu deild, 21 bikarleik og 12 Evrópuleikjum og er leikjahæsti þjálfari í sögu félagsins í öllum þessum keppnum.

Þorkell Máni varð aðstoðarþjálfari Kristjáns árið 2013 en það ár tókst þeim að bjarga liðinu úr fallbaráttu eftir erfiða baráttu.  Máni kom svo aftur til starfa hjá Keflavík fyrir þetta tímabil.