Kristján skrifar undir
Kristján Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Keflavíkur sem yfirþjálfari meistaraflokks karla og 2. flokks karla. Honum til aðstoðar í meistaraflokki karla verður eins og áður Kristinn Guðbrandsson og hann mun ásamt Hauki Benediktssyni sjá um þjálfun 2. flokks. Þá hefur Ásdís Þorgilsdótir verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna og Þórður Þorbjörnsson verið ráðinn þjálfari 2. flokks kvenna.
Nokkrir leikmenn hafa endurnýjað samninga sína við Keflavík á síðustu dögum. Guðmundur Mete gerði þriggja ára samning, Issa Abdulkadir gerði samning til tveggja ára eins og Branislav Milicevic. Davíð Þór Hallgrímsson leikmaður 2. flokks Keflavíkur gerði þriggja ára samning og eru miklar vonir bundnar við Davíð í framtíðinni.
Rúnar formaður og Kristján við undirskrift samningsins.
(Mynd: Víkurfréttir)
Haukur, Kristinn, Rúnar, Kristján, Issa og Davíð.
(Mynd: Víkurfréttir)