Fréttir

Kristján snýr aftur
Knattspyrna | 28. júní 2013

Kristján snýr aftur

Kristján Guðmundsson stýrði Keflavík gegn ÍA á dögunum í fyrsta leik sínum eftir að hann tók við þjálfun liðsins.  Það er því rétt að bjóða Kristján velkominn aftur til starfa hjá félaginu.

Það þarf auðvitað ekki að kynna Kristján Guðmundsson fyrir stuðningsmönnum Keflavíkur en hann þjálfaði liðið 2005-2009 og gerði Keflavík m.a. að bikarmeisturum árið 2006.  Þess má geta að leikurinn gegn ÍA var 99. leikur Kristjáns með Keflavík í efstu deild og næsti leikur verður því sannkallaður tímamótaleikur.  Enginn þjálfari hefur stýrt Keflavíkurliðinu jafnoft í efstu deild en Hólmbert Friðjónsson kemur næstur með 85 leiki.  Kristján hefur einnig verið með Keflavík í 15 bikarleikjum og 12 leikjum í Evrópukeppni og hann hefur því stýrt liðinu í 126 leikjum í deild, bikar og Evrópukeppnum sem er einnig félagsmet.  Þar kemur Kjartan Másson næstur með 122 leiki.

Við bjóðum Kristján velkominn til starfa.