Kristján tekur við þjálfuninni
Í dag mun Kristján Guðmundsson skrifa undir samning við Knattspyrnudeild Keflavíkur um að þjálfa liðið út þetta tímabil. Einnig hefur verið gengið frá því að Kristinn Guðbrandsson verði aðstoðarþjálfari Kristjáns. Kristinn hefur þjálfað 2. flokkinn og er Keflvíkingum að sjálfsögðu að góðu kunnur sem fyrrverandi leikmaður liðsins. Jón Örvar Arason mun síðan áfram sjá um þjálfun markvarða.
Kristján og Rúnar þegar Kristján var ráðinn aðstoðarþjálfari fyrr í vetur.