Kristján til Arsenal
Kristján Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks, er á leið til enska stórliðsins Arsenal. Kristján mun verða í vikutíma hjá félaginu og fylgjast með æfingum og undirbúningi liðsins fyrir leik í meistaradeildinni og úrvalsdeildinni. Kristján fer út á mánudag og tekur þátt í lokaundirbúningi fyrir leik Arsenal og Sparta Prag í meistaradeildinni á miðvikudag. Þá tekur hann þátt í æfingum á fimmtudag og föstudag en Arsenal mætir Sunderland á heimavelli n.k. laugardag í úrvalsdeildinni. Þá verður hann viðstaddur æfingar unglingaliðs Arsenal og einn leik gegn Fulham. Það er mikill fengur fyrir Kristján að fá að starfa við hlið Arsene Wenger, hins heimsþekkta framkvæmdastjóra Arsenal, og kynnast hans þjálfunaraðferðum og ekki síst að hitta hann, fá að ræða við hann og kynnast hans viðhorfum og skoðunum á knattspyrnunni.