Fréttir

Knattspyrna | 23. nóvember 2009

Kristján til HB

Kristján Guðmundsson, fyrrum þjálfari okkar Keflvíkinga, er orðinn þjálfari hjá HB í Færeyjum.  Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá félaginu í morgun.  HB er frá Þórshöfn og hefur oftast unnið færeyska titilinn eða 20 sinnum.  Þetta er í fyrsta sinn sem sem félagið ræður til sín íslenskan þjálfara.  Kristján tekur við af Sámal Erik Hentze sem gerði félagið að meisturum á fyrsta ári sínu með liðið.  Þess má geta að Fróði Benjaminsen sem eitt sinn lék með Fram hér á landi leikur með liðinu.

Við óskum Kristjáni til hamingju með starfið og óskum honum velfarnaðar.

Myndin er af heimasíðu HB.