Kveðja frá Rajko
Rajko Stanisic, hinn öflugi markmannsþjálfari okkar, hefur sagt skilið við Keflavík eftir sjö ára farsælan feril hjá félaginu. Rajko er farinn af landi brott og bað okkur fyrir stutta kveðju sem birtist hér:
Kæru vinir,
Þar sem ég mun ekki starfa hjá Keflavík lengur því miður, þá vil ég nota tækifærið til að þakka öllum leikmönnum, þjálfurum, liðstjórum, Þorsteini formanni og öðru samstarfsfólki fyrir mín 7 ár hjá félaginu. Vil senda sérstakar þakkir til Rúnars V. Arnarsonar "gamli formaður", Ásmundar Friðrikssonar "gamli framkvæmdarstóri" og Jóns Olsen.
Takk allir Keflvíkingar fyrir frábæran tíma.
Kveðja
Rajko Stanisic, markmannsþjálfari.