Fréttir

Knattspyrna | 6. mars 2006

Kvennaliðið tapaði gegn KR

Keflavíkurstúlkur spiluðu við KR í gær og töpuðu 5-2.  Þetta var fyrsti leikur liðsins í Deildarbikarnum í ár.  Helena Rós Þórólfsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu sitt markið hvor.  Þess má geta að 13 ára stúlka lék með Keflavíkurliðinu, Guðrún Ólöf Olsen.  Framtíðarleikmaður. 

Vonandi ná strákarnir að hefna fyrir þetta tap en næsta laugardag 11. mars koma KR-ingar í heimsókn til okkar og er leikurinn klukkan 15:00 í Reykjaneshöllinni.  Þetta er þriðji leikur okkar í Deildarbikarnum en hina tvo leikina unnum við á móti Val og KA.  Það verður spennandi að sjá KR liðið en þeir eru núna með reynsluboltann Teit Þórðarson til að koma liðinu í fremstu röð.  Það verður að segjast að það eru margir spenntir að sjá hvað hann gerir með KR-liðið.  Eina sem er öruggt  er að menn leggja sig alltaf alla fram í leikjum á móti KR og yfirleitt eru þessir leikir mikil skemmtun.

Smáauglýsingar:

Reiðhjól óskast!  Okkur vantar reiðhjól fyrir Issa svo hann geti komist á æfingar og sýnt sig og séð aðra í bænum. 

Einnig vantar okkur íbúð fyrir leikmann.

Vinsamlegast hafið samband við deildina ef þið getið lagt okkur lið.

Rúnar I. Hannah

 


Þessi mynd var tekin í leik liðanna síðastliðið sumar. 
Þá sigruðu okkar stelpur en það gekk ekki eins vel í þetta skiptið.