Landsbankamót 5. flokks kvenna um helgina
Þá styttist í Landsbankamót Keflavíkur í 5. flokki kvenna. Leikið verður í Reykjaneshöllinni laugardaginn 9. desember. Í þetta sinn eru 15 lið frá sex félögum skráð til leiks en félögin sem taka þátt eru Keflavík, Valur, Fjölnir, Leiknir, Selfoss og Afturelding. Fyrstu leikirnir hefjast kl. 9:15. Leikið verður í 3 deildum; Argentísku deildinni, Brasilísku deildinni og Ensku deildinni.