Fréttir

Landsbankinn styður Keflavík
Knattspyrna | 14. mars 2017

Landsbankinn styður Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur og Landsbankinn skrifuðu undir samstarfssamning þar sem bankinn verður  einn af aðalbakhjörlum deildarinnar.  Landsbankinn hefur verið einn stærsti styrktaraðilinn í mörg ár og á því verður engin breyting en samningurinn er til tveggja ára.

Knattspyrnudeild Keflavíkur fagnar samstarfinu við Landsbankann og metur það mikils að hafa svona sterkan styrktaraðila sem ætlar að hjálpa okkur að komast upp í deild þeirra bestu.

 

Á myndinni eru þeir Arnar Hreinsson útibústjóri Landsbankans í Reykjanesbæ og Jón G. Benediktsson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur að skrifa undir samninginn.