Landsleikur á Nettó-vellinum
Við vekjum athygli á því að U-17 ára landslið Íslands og Hollands leika á Opna Norðurlandamóti stúlkna á Nettó-vellinum í dag þriðjudag kl. 16:00. Liðin leika í A-riðli mótsins ásamt Finnlandi og Þýskalandi og fara allir leikirnir í riðlinum fram á Suðurnesjum. Íslensku stúlkurnar töpuðu gegn sterku þýsku liði í fyrsta leik sínum en stóðu sig með prýði. Hollenska liðið tapaði gegn Finnum í fyrstu umferðinni og það ætti því að verða jafn og skemmtilegur leikur á heimavellinum okkar í dag.
Síðasta umferð riðlakeppninnar fer fram á fimmtudaginn og þá leika liðin í A-riðlinum á N1-vellinum í Sandgerði. Þar leika Holland og Þýskaland kl. 12:30 og síðan leika Ísland og Finnland kl. 16:30.
Við hvetjum Keflvíkinga og aðra Suðurnesjamenn til að mæta á leikina og styðja íslenska liðið.