Landsleikur í Keflavík
Norðurlandamót pilta 17 ára og yngri verður haldið á Íslandi í byrjun ágúst og verður einn af fyrstu leikjum mótsins hér á Keflavíkurvelli þegar Ísland tekur á móti Írlandi miðvikudaginn 3. ágúst kl. 14:30. Einn leikmaður Keflavíkur Einar Orri Einarsson er í liðinu og hvetjum við Keflavíkinga til að mæta og hvetja íslenska liðið til sigurs. Hægt er að sjá leikjaniðurröðun og aðrar upplýsingar um mótið á heimasíðu KSÍ. ási