Fréttir

Knattspyrna | 10. september 2007

Landsleikurinn á Njarðvíkurvelli

Við vekjum athygli á því að U-19 ára landslið Íslands leikur vináttuleik við Skota á Njarðvíkurvelli í dag, mánudaginn 10. september.  Leikurinn átti að vera á Keflavíkurvelli en völlurinn er ekki leikhæfur vegna mikilla rigninga og því var leikurinn færður um set.  Leikurinn hefst kl. 17:30 og því er upplagt að skella sér á völlinn og sjá efnilega knattspyrnumenn.  Liðin léku í Sandgerði á laugardaginn og þá vann Ísland 3-0.  Leikirnir við Skota eru undirbúningur fyrir leiki í undankeppni Evrópukeppninna 2008 sem fara fram í október.