Landsliðsæfingar og pressuleikur í Futsal
Landsliðið í Futsal er nú á fullu að undirbúa sig fyrir þátttöku sína í Evrópukeppninni. Um helgina verður liðið við æfingar og leikur einnig pressuleik að Ásvöllum á laugardag kl. 17:15. Við Keflvíkingar fylgjumst að sjálfsögðu vel með gengi liðsins enda eigum við sjö leikmenn í 29 manna æfingahópnum og landsliðsþjálfarann. Svo má ekki gleyma að líðsstjórnin okkar fylgir með Willum en þeir Jón Örvar liðsstjóri, Falur sjúkraþjálfari, Dói búningastjóri og Sævar markmannsþjálfari starfa allir með Futsal-landsliðinu.