Langbest-mót 7. flokks á laugardag
Þá styttist í 7. flokks mót Keflavíkur sem ber nafnið "LANGBEST-mótið". Leikið verður í Reykjaneshöll laugardaginn 14. apríl. Leikið er í fjórum deildum: Ensku, Íslensku, Spænsku og Meistaradeildinni. Mótið hefst kl. 9:00 og því lýkur um hádegið.
