Langbest-mót Keflavíkur
S.l. laugardag fór Langbest mót Keflavíkur í 5. flokki (11og 12 ára piltar) fram í Reykjaneshöllinni. Til leiks mættu 24 lið frá 6 félögum; Keflavík, Njarðvík, Stjörnunni, Fram, Skallagrím og Selfossi. Leikið var i fjórum 6 liða deildum þar sem hvert lið lék 5 leiki (1 x 16 mín.). Í heildina voru leiknir 60 leikir og í þeim voru skoruð 245 mörk sem gerir 4,1 mark að meðaltali í leik, góður árangur það! Mótið tókst í alla staði mjög vel og var kátt í Höllinni þennan laugardagsmorgun og fóru keppendur saddir og glaðir heim eftir að hafa rennt niður pizzu og gosi frá Langbest.
Keflavík sendi 6 lið til leiks og stóðu piltarnir sig feykivel, eins og sjá má hér að neðan:
Argentíska Deildin:
Keflavík - Stjarnan: 3-1
Njarðvík - Keflavík: 1-1
Keflavík - Fram: 3-3
Keflavík - Skallagrímur: 3-1
Selfoss - Keflavík: 0-5
Lokastaðan:
1. Skallagrímur, 12 stig
2. Keflavík, 11 stig
3. Fram, 7 stig
4. Njarðvík, 7 stig
5. Stjarnan, 6 stig
6. Selfoss, 0 stig
Brasilíska Deildin:
Njarðvík - Keflavík: 2-0
Keflavík Utd. - Fram: 1-1
Keflavík - Keflavík Utd.: 2-3
Stjarnan - Keflavík Utd.: 2-3
Keflavík - Fram: 3-1
Njarðvík - Keflavík Utd.: 2-3
Selfoss - Keflavík: 0-1
Keflavík Utd. - Selfoss: 6-0
Keflavík - Stjarnan: 4-0
Lokastaðan:
1. Keflavík Utd. 13 stig
2. Fram, 12 stig
3. Keflavík, 9 stig
4. Stjarnan, 6 stig
5. Njarðvík, 3 stig
6. Selfoss, 3 stig
Chile Deildin:
Keflavík - Skallagrímur: 0-2
Selfoss - Keflavík City: 0-4
Keflavík - Stjarnan: 3-2
Skallagrímur - Keflavík City: 1-4
Keflavík - Selfoss: 1-2
Fram - Keflavík City: 1-2
Keflavík City - Keflavík: 4-2
Keflavík City - Stjarnan: 4-1
Fram - Keflavík: 1-3
Lokastaðan:
1. Keflavík City, 15 stig
2. Skallagrímur, 12 stig
3. Keflavík, 6 stig
4. Selfoss, 6 stig
5. Fram, 4 stig
6. Stjarnan, 1 stig
Danska Deildin:
Selfoss - Keflavík: 0-2
Keflavík - Skallagrímur: 3-3
Fram - Keflavík: 3-3
Keflavík - Njarðvík: 2-4
Stjarnan - Keflavík: 5-0
Lokastaðan:
1. Stjarnan, 15 stig
2. Njarðvík, 9 stig
3. Fram, 7 stig
4. Skallagrímur, 7 stig
5. Keflavík, 5 stig
6. Selfoss, 0 stig
Sigurlið Chile Deildarinnar, Keflavík City.
Frá vinstri: ViktorÓlason, Njáll Skarphéðinsson, Bergþór Ingi Smárason, Birnir Ólason,
Elías Már Ómarsson, Ási Skagfjörð Þórhallsson og Þorbjörn Þórðarson.
Sprækir piltar frá Selfossi!
Foreldrarnir á hliðarlínunni.
Við hliðarlínuna í leik Keflavíkur og Skallagríms í argentísku deildinni.
Njarðvíkurpiltar taka því rólega á milli leikja.
Þreyttir Framarar!
Verðlaunaafhending í Argentísku Deildinni.
Hverjir eru bestir? SELFOSS!!!!!!
Sigurlið Argentísku Deildarinnar, lið Skallagríms
en þar var á ferðinni stórskemmtilegt og öflugt lið.
Fyrirliði Stjörnunnar í Dönsku Deildinni með sigurlaunin.
Viktor Ólason, fyrirliði Keflavíkur City í Chile Deildinni, tekur hér við
sigurlaununum úr höndum Smára Helgasonar formanns Barna- og unglingaráðs.