Fréttir

Knattspyrna | 24. apríl 2009

Lasse Jörgensen til Keflavíkur

Nú er ljóst að danski markvörðurinn Lasse Jörgensen verður með Keflavík í sumar.  Lasse var með liðinu í æfingaferðinni úti í Portúgal á dögunum og stóð sig vel.  Hann kemur til landsins á mánudag og mun þá skrifa undir samning við félagið til loka tímabils.  Lasse er 24 ára gamall, hávaxinn og öflugur markmaður, og kemur frá danska liðinu Silkeborg IF.  Hann hefur verið varamarkmaður liðsins undanfarin ár og leikið nokkra leiki með aðalliði félagsins.  Lasse sýndi úti að þarna er snjall markvörður á ferðinni og er þetta góð viðbót við leikmannahópinn.