Lasse mættur
Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að danski markvörðurinn Lasse Jörgensen er kominn aftur í okkar herbúðir og verður þar út þetta leiktímabil. Það þarf ekki að kynna piltinn fyrir stuðningsmönnum Keflavíkur en hann varði mark okkar í fyrra og stóð sig frábærlega. Þá kom hann í stað Ómars okkar sem var að jafna sig eftir axlaraðgerð. Eins og fram hefur komið hefur Ómar aftur lent í vandræðum með meiðslí í sumar og því var gripið til þess ráðs að fá Lasse upp á klakann. Við bjóðum drenginn velkominn aftur.